top of page

Jóga nidra djúpslökun - iRest yoga nidra

 

Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, á föstudögum kl. 16:45 – 18:00. 

Næsta námskeið hefst 4. október 2024

Tímabil: 4. okt. - 8. nóv. 2024.

Staður: Skipholt 35, 2. hæð.

Verð kr. 20.000 kr. 

Kennslugögn og hljóðskrár fylgja.

Leiðbeinandi: Laufey Arnardóttir

Skráning og upplýsingar á laufey@hugun.is og í síma 8644014

Jóga nidra djúpslökun - iRest yoga nidra

Næsta námskeið hefst 4. október 2024.

 

Sex vikna námskeið í jóga nidra djúpslökun (iRest yoga nidra).

Jóga nidra er djúp slökun sem byggir á aldagamalli austrænni hugleiðsluhefð.

 

Í jóga nidra er þátttakandinn leiddur inn í djúpt slökunarástand en er þó með vakandi vitund. Á markvissan hátt er unnið með skynjun til að losa um og hlutleysa spennu og hindranir í líkama, öndun, huga og  tilfinningum.  Í jóga nidra getur þátttakandinn lært að upplifa djúpan undirliggjandi innri frið sem ekkert fær haggað, gleði, vellíðan og tilfinningu fyrir einingu.

 

Orðið „jóga“ (yoga) þýðir „eining“ og leið jógans felst í að vinna með vakandi vitund að heilbrigði og heilindum á öllum sviðum lífsins til að tengjast sínu sanna eðli og upplifa einingu við allt sem er. Orðið „nidra“ þýðir „svefn“ og má því segja að jóga nidra þýði vakandi svefn, eða slökunarástand sem leiðir til vakningar.

 

Það jóga nidra sem kennt er hjá Lifandi! er Integrative Restoration, einnig kallað iRest yoga nidra sem þróað var af Richard Miller, bandarískum sálfræðingi, fræðimanni í jógískum fræðum og rithöfundi fyrir rúmlega 40 árum. iRest yoga nidra byggir á hefðbundnum jógískum grunni en hefur einnig verið fært til nútímalegra horfs og útfært þannig að það henti sem flestum og gagnist í vinnu með áföll. iRest yoga nidra hefur þá sérstöðu að fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þess og staðfesta niðurstöður meðal annars að það auki gleði, dragi úr streitu, kvíða og þunglyndi, bæti svefn, auki orku og efli jafnaðargeð og styrk í lífsins ólgusjó. Á undanförnum árum hefur iRest yoga nidra verið notað með góðum árangri við meðferð áfallastreituröskunar (t.d. hjá fyrrverandi hermönnum) og við langvarandi verkjum.

 

Jóga nidra hentar öllum, það er einfalt og áhrifaríkt og umfram allt dásamleg upplifun! Allir hafa gagn af því að kunna að sækja í friðsæld og gleði hið innra þegar lífið er krefjandi og ekki alltaf svo friðsælt.

 

Á námskeiðinu verður fjallað um 10 þrep jóga nidra og ferlið kennt. Tímarnir byrja á stuttri hugleiðslu, öndun og nokkrum mjúkum jógaæfingum í bland við fræðslu og æfingar og síðan látum við fara vel um okkur á dýnum á gólfinu (eða sitjandi á stól ef einhver vill) og njótum þess að slaka á líkama, huga og sál.  

bottom of page