top of page

Umsagnir þátttakenda í júníferð 2019

Kristín Baldursdóttir

Í alla staði einstök ferð ef horft er til dagskrár, aðstöðu og upplifunar í heild sinni enda frábærir fagmenn sem skipulögðu ferðina og leiddu hópinn. Morgunjógað og kvöldslökunin voru ætið meiriháttar!

 

Guðrún Geirsdóttir

Ég hef farið víða en þessi ferð var paradís á jörðu og ekki spurning að ég kem í næstu ferð líka. Pieve a Salti er dásamleg staður og allar máltíðir til fyrirmyndar. Morgunjógað og kvöldslökunin voru yndisleg.

 

Oddný Ólafsdóttir

Ferðin í heild var yndisleg,  fallegt umhverfi, skemmtilegar skoðunarferðir, góð slökun.  Hefði alveg mátt vera aðeins lengri. Allt umhverfi er yndislegt, ekkert áreiti og hægt að slaka algjörlega á.  Innisundlaugin var góð til að kæla sig niður. Herbergin á Pieve a Salti voru "plain", en allt hreint og allt sem þurfti þar. Ég er algjör byrjandi í jóga, en mér fannst það mjög gott. Kvöldslökunin var yndisleg.

 

Anna Laxdal Þórólfsdóttir

Svona ferð ætti að vera á dagskrá á hverju ári. Ferðafélagarnir voru frábærir og sjaldan sem maður upplifir svona góða orku, jafnvægi og jákvæðni í svo stórum hópi. Mér fannst gangan að "trénu" ógleymanleg. Fræðslan um jóga og núvitund var mjög fróðleg. Ferðin var bæði þroskandi og gefandi fyrir mig.

 

Rut Guðmundsdóttir

Frábær ferð í alla staði, mig langar strax aftur!  Pieve a Salti  er yndislegur staður að öllu leyti. Frábært hvað maður var einn í heiminum.  Maturinn var mjög góður, gaman að smakka vörurnar sem eru ræktaðar á búgarðinum og dásemd að borða kvöldverðinn úti á verönd veitingastaðarins. Yndi að byrja daginn á jóga á morgnana enda er Laufey frábær jógakennari! Ótrúlega skemmtilegur hópur, frábær fararstjórn og leiðsögn.

bottom of page