top of page

Ferðaskilmálar

 

Upplýsingar og ferðatilhögun

Í Ferðatilhögun koma fram allar upplýsingar um ferðina, hvers eðlis hún er, hvað hún innifelur og dagsprógram. Farþegar skulu lesa og vera upplýstir um eðli ferðarinnar og fullvissir um að hún henti þeim. Þeim ber að fylgja fararstjórum og leiðbeinendum í ferðinni. 

Seljandi

Skipuleggjandi ferðarinnar er Island Tours á Ítalíu ( www.islandtours.it). Söluaðili ferðarinnar er Guðrún, gudrun@islandtours.it

Greiðslur

Greiðslur skulu fara fram samkvæmt skýrum skilmálum. Heimilt er að óska eftir innborgun þegar pöntun er staðfest og er það staðfestingargjald ekki endurgreitt þó farþegi afturkalli pöntun eða ef skipuleggjandi ferðar riftir samningi vegna vanefnda farþega. Tilvik geta verið þar sem  flugfélög ganga lengra en ofangreindir skilmálar og gildir þá sú regla er gengur lengra.

Verð og hugsanlegar breytingar á verði

Aðeins má hækka verð pakkaferðarinnar ef  kostnaðarhækkanir verða á:

  • farþegaflutningum af völdum kostnaðar á eldsneyti eða öðrum aflgjöfum,

  • sköttum eða gjöldum frá þriðja aðila,s.s. ýmsir skattar

  • gengi viðeigandi gjaldmiðla

Hækkun á verði ferðarinnar má aldrei verða síðar en 20 dögum fyrir upphaf pakkaferðarinnar.

Fari verðhækkunin yfir 8% af verði ferðarinnar er ferðamanni heimilt að rifta samningnum.

 

Afbókanir og breytingar

Aflýsing skipuleggjanda: ef ekki næst lágmárksfjöldi í hópferð má skipuleggjandi aflýsa ferð. Einnig ef öryggisvandamál koma upp á áfangastað sem teflt geta öryggi og framvindu ferðarinnar í hættu.

Afturköllun farþega: Ferðamenn geta rift samningi hvenær sem er áður en pakkaferð hefst gegn greiðslu eftirfarandi afbókunargjalda:

Staðfestingargjald fyrir ferð ( og flug) er ekki endurgreitt.

60 - 45 dagar fyrir brottför : 25% afbókunargjald

44 - 30 dagar fyrir brottför : 50% afbókunargjald

29 - 15 dagar fyrir brottför : 75% afbókunargjald

Innan við 14 dagar fyrir brottför : 100% afbókunargj. þ.e. ekki endurgreitt.

 

Ferðamaðurinn ætti að eiga rétt á því að vandamál séu leyst og bjóða ætti honum annað hentugt fyrirkomulag ef ekki er unnt að veita verulegan hluta af þeirri ferðatengdu þjónustu sem var innifalin í pakkaferðarsamningnum. Ef ekki er hægt að framkvæma mikilvæga þætti pakkaferðarinnar, eins og umsamið var, eftir að hún er hafin þarf að bjóða ferðamanninum annars konar viðeigandi ráðstafanir, honum að kostnaðarlausu. Ferðamenn geta rift samningi án þess að greiða riftunargjald og fá fulla endurgreiðslu á öllum greiðslum ef gerðar eru verulegar breytingar á mikilvægum þáttum pakkaferðarinnar, öðrum en verði hennar.

Ferðamaður á rétt á viðeigandi verðlækkun vegna vanefnda, nema þegar skipuleggjandinn getur fært sönnur á að vanefndirnar séu:

a) sök ferðamannsins,

b) sök þriðja aðila, sem ekki tengist veitingu ferðatengdu þjónustunnar sem er innifalin í pakkaferðarsamningnum, og eru ófyrirsjáanlegar eða óhjákvæmilegar,

c) vegna óhjákvæmilegra og óvenjulegra aðstæðna.

 

Framsal

Ferðamönnum er heimilt að framselja pakkaferðina til annars aðila með hæfilegum fyrirvara og hugsanlega gegn viðbótarkostnaði. Nauðsynlegt er þó að ráðfæra sig við ferðaskipuleggjenda áður og fá leyfi hans. Ekki er hægt að framselja ferð eftir að ferðagögn og flugmiðar hafa verið gefnir út.

 

Farangur
Ferðaskipuleggjandi ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða í flugi, rútum eða öðrum farartækjum og ekki heldur ef farangur tapast eða hann berst seint úr flugi.

 

Ógjaldfærni, tryggingar

Farþegum er ráðlagt að vera með viðeigandi ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu  og  jafnvel einnig forfallatryggingu. Ferðaskipuleggjandinn áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.

Ef farþegi veikist í ferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem skipuleggjendum verður ekki um kennt. Mælt er með að hafa meðferðist sjúkratryggingakort frá Sjúkratryggingum Íslands - http://www.sjukra.is/

Verði skipuleggjandinn ógjaldfær verða greiðslur endurgreiddar. Eins ef slíkt gerist eftir að pakkaferðin er hafin og ef flutningur er innifalinn í pakkaferðinni er heimflutningur ferðamanna tryggður.

Skv. Reglugerð ESB 2015/2302. Áskilinn er réttur til breytinga.

bottom of page