top of page

ÞETTA NÁMSKEIÐ VERÐUR EKKI Á DAGSKRÁ HAUSTIÐ 2024

Jóga með núvitund

 

Jóga stuðlar að góðri heilsu, jafnvægi og hugarró. Það vinnur gegn streitu og er frábær leið til að efla núvitund.

Þessir tímar henta bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af jóga. Tímarnir eru mjúkir en öflugir og hver og einn getur lagað æfingarnar að sínum þörfum.

 

Unnið er með:

  • öndunaræfingar sem kyrra hugann og efla lífsorkuna

  • upphitun sem mýkir og liðkar

  • jógastöður sem styrkja og liðka líkamann og auka jafnvægi

  • hugleiðslu- og einbeitingaræfingar sem hjálpa okkur að vera í núinu og tengjast okkar innra sjálfi

  • endurnærandi slökun

 

Áherslan er á mýkt og dýpt, kærleika, visku og gleði og við leitumst við að halda vakandi athygli í augnablikinu, á líkama, huga og tilfinningum út í gegn þannig að jógatíminn verði eins og ein löng hugleiðsla.

 

Tímarnir eru góður stuðningur við iðkun núvitundarhugleiðslu (mindfulness).

Kennari: Laufey Arnardóttir

 heilsa - hugarró - styrkur - vellíðan - jafnvægi - gleði 

bottom of page