top of page

Umsagnir þátttakenda á núvitundarnámskeiðum (MBSR):

 

.

  • Þetta námskeið „Núvitund“ hefur hjálpað mér að njóta hvers dags til fulls. Ég hef öðlast tækni við að stjórna líðan minni betur og hef minnkað kvíða og stress og er mun jákvæðari og hamingjusamari fyrir vikið. Mæli með að allir fari á þetta námskeið til að öðlast tækni til að stjórna lífi sínu.

  • Ég fékk óvænta og óþægilega fregn að nóttu til. Þá sótti ég áhyggjuhugleiðslu og gat róað hugann til að geyma vandann og takast á við hann við betri aðstæður. Eftir hugleiðsluna gat ég þannig lagt málið til hliðar og sofið í stað þess að verða andvaka yfir máli sem ekki var hægt að leysa hér og nú. Takk fyrir það.

  • Jarðbindandi, endurnærandi og notalegir tímar hjá Laufeyju og Dóru. Hjálpa manni að eiga betri dag á hverjum degi og vera þar sem maður er og með fókusinn þar sem maður er þegar það á sér stað, hér og nú. Meðvitaðri um gjörðir og hugsanir dagsdaglega.

  • Mér fannst þetta mjög áhugavert námskeið. Það fékk mig til að hugsa um hluti sem venjulega stressa mig mikið. Með því að vera meira meðvituð um þessa hluti og einbeita mér að önduninni gat ég minnkað streitu og neikvæðar hugsanir.

  • Námskeiðið hjálpaði mér að takast á við streitu í daglegu lífi, sinna betur þeim sem standa mér næst og njóta litlu hlutanna sem lífið hefur uppá að bjóða.

  • Mjög sátt og ánægð. Námskeiðið stóðst allar mínar væntingar. Lærði að nýta mér hugleiðslu til að róa hugann þegar streitan bankar á.

     

     

     

     

     

     

     

     

     

 

  • Ég þakka fyrir frábært námskeið sem ég mæli eindregið með. Ég hef lært margt nýtt sem mun nýtast mér vel í einkalífi og starfi. Ég hef lært nýjar aðferðir til að takast á við svefntruflanir og streitu í daglegu lífi.

  • Ég hafði lengi ætlað mér á svona námskeið og þetta stóð algjörlega undir væntingum og meira en það. Vel uppbyggt, fróðlegt og gagnlegt í daglegu lífi.

  • Ég hef fengið margbrotna verkfærakistu sem ég vona að ég komi til með halda áfram að nýta mér.

  • Góður staður, notalegt umhverfi og faglegir kennarar.

  • Ég kom með opnum huga á þetta námskeið og vissi alls ekki hvað ég var að fara út í. Þetta námskeið kom mér þægilega á óvart og vildi ég helst að allir ættu þess kost að fara á svona námskeið. Kyrrðardagurinn var ótrúlega gefandi.

  • Góð leið til að kyrra hugann og ná ró.

  • Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði. Þetta er góð leið til þess að læra að takast á við núið, ef vandamál eru til staðar. Námskeiðið sinnir jafnt huga, líkama og sál. Frábært. Efst trónir þó „þögli dagurinn“.

  • Gott námskeið til að auka athygli og vera meira meðvitaður um „núið“ heima fyrir, í vinnu og hvar og hvenær sem er.

  • Frábært námskeið Frábærir kennarar.

  • Virkilega vel skipulagt og yndislegt námskeið. Þetta námskeið er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

  • Hef lært tækni sem ég get nýtt mér til að kyrra hugann.

     

 

  • Dóra og Laufey eru frábærir leiðbeinendur á þessu vel uppbyggða og gagnlega námskeiði.

  • Lífsnauðsynlegt námskeið í dagsins önn. Toppleiðbeinendur. Takk fyrir mig!

  • Yndislegt námskeið. Mæli hiklaust með því fyrir alla! Kennir manni að fókusera betur á aðalatriðin og fá ró á hugsanir. Maður horfir jákvæðari augum á sjálfan sig.

  • Hafði lengi velt fyrir mér núvitund/mindfulness og lesið mér eitthvað tilum. Nú var kominn timi til að kafa dýpra og það var einmitt það sem mér bauðst á þessu frábæra námskeiði ásamt því að læra tækni til að stunda núvitund.

  • Ég tók þátt í þessu námskeiði á miklum álagstíma í lífi mínu. það hjálpaði mér með slökun, einbeitingu og betri svefn. Mæli eindregið með þessu námskeiði við alla mína vini.

     

bottom of page