top of page

 

Ávinningur af HAM:

 • dregur úr neikvæðum hugsunum

 • styrkir jákvæða eiginleika

 • meiri sjálfsþekking

 • greinir á milli hugsana, tilfinninga og hegðunar

 • skilningur á viðbrögðum

 • val um hugsanir og viðbrögð

 • skilningur á að tilfinningar líða hjá

 • eykur vellíðan

 • minnkar kvíða

 • minnkar streitu

 • skoðar núið

 • hugsað í lausnum, ekki hindrunum

 • setjum raunhæf markmið

 • dregur úr þunglyndi

 

Hugræn atferlismeðferð - HAM

 

Í hugrænni atferlismeðferð er unnið með hugsanir, hegðun og líðan og tengslin þar á milli. Einstaklingurinn fær í hendur verkfæri til að greina á milli þessara þátta og skilja hvernig þeir virka hver á annan. Með því að skoða og taka eftir þessum þáttum er hægt að breyta mynstrum sem eru orðin ósjálfráð og geta verið óhagstæð. Hugræn atferlismeðferð getur hjálpað við að greina þessi mynstur og að brjóta upp ógagnlegan vana.

 

Í hugrænni atferlismeðferð er gengið út frá þeirri staðhæfingu að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd fyrirbrigði og hafi stöðug áhrif hvort á annað.

 

Algengt markmið í atferlismeðferð er að aðstoða fólk við að leggja til hliðar lífsvenjur sem ekki gefast vel og tileinka sér aðrar í staðinn sem leiða til meiri farsældar. Eða með öðrum orðum að ná meira valdi yfir lífi sínu.

 

Aðferðarfræði HAM nýtist vel við að byggja upp sjálfstraust, sjálfsvirðingu og almenna vellíðan. Hún er árangursrík við kvíða, félagsfælni, þunglyndi og svefnvanda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Ef hægt er að leysa vandann þarf ég ekki að hafa áhyggjur. Ef enginn lausn er til þjónar heldur engum tilgangi að hafa áhyggjur".

           Dalai Lama

 

bottom of page