top of page

Ávinningur af markþjálfun:

 

 • skýrari sýn á það hver þú ert og hvert þú vilt stefna

 • þú nærð dýpra sambandi við drauma þína og lætur þá rætast

 • þú finnur gildin þín, hæfileika og styrkleika

 • þú setur þér markmið og kemur þér af stað til að vinna að þeim

 • persónulegur vöxtur og þroski

 • styrkur til að taka erfiðar ákvarðanir

 • betri samskipti við annað fólk

 • ánægja og sjálfstraust

 • þú sérð hlutina í nýju ljósi

 • betri tímastjórnun

 • skýrari forgangsröðun

 • meiri lífsfylling og jafnvægi í lífinu

 • bjartsýni, hugrekki og sjálfstæði

 • ný og gagnlegri hugsanamynstur og viðhorf

 • færni í að snúa erfiðleikum upp í tækifæri

Hvað er markþjálfun?

 

Markþjálfun (life coaching) er samtalsaðferð sem miðar að því að efla einstaklinginn, virkja hæfileika hans, auka sjálfsþekkingu og styðja hann til jákvæðra breytinga í einkalífi, starfi eða á öðrum vettvangi.

 

Í markþjálfun lærir þú um sjálfa/n þig. Þar gefst þér tækifæri til að skoða líf þitt, dýpka skilning, hlusta á þrá hjartans - hvað það er sem þú raunverulega vilt, skapa þér nýja framtíðarsýn, setja þér raunhæf markmið og stíga skref í átt til þeirra.

 

Markþjálfun er trúnaðarsamtal á jafnréttisgrundvelli sem byggist á gagnkvæmu trausti. Markþjálfinn er ekki ráðgjafi sem segir þér hvað þú átt að gera heldur gerir hann ráð fyrir að þú sért sérfræðingur í þínu lífi og búir yfir hæfni til að taka þær ákvarðanir sem eru þér heillavænlegastar. Hlutverk markþjálfans er hins vegar að halda utan um ferlið sem leiðir til nýrra uppgötvana, skilnings og lausna. Til þess notar markþjálfinn m.a. virka hlustun, bein tjáskipti og markvissar spurningar sem beina athyglinni að kjarna málsins. Þannig styður markþjálfun fólk til að finna sínar eigin lausnir og ná árangri og hjálpar því að finna tilgang sinn og lífshamingju.

 

Markþjálfun byggir á mannvirðingu og trú á þann fjársjóð sem býr í hverjum manni. Hún snýst um að sigrast á hindrunum og nýta hæfileika sína og möguleika. Að taka ábyrgð á sjálfum sér og vera sinn eiginn gæfu smiður.

 

Markþjálfun getur náð yfir mislöng tímabil og fjöldi samtala verið mismunandi. Þótt gagn geti verið af því að hittast í eitt eða tvö skipti þarf venjulega lengri tíma til að ná góðum árangri. Til þess að markþjálfun nái tilgangi sínum þarf ákveðin skuldbinding og vinna að koma til. Markþjálfun getur verið ögrandi, það er ekki alltaf auðvelt að horfast í augu við sjálfa/n sig og ráðast í breytingar..  Með því að skuldbinda þig til að vera í markþjálfun í ákveðinn tíma ertu að taka af skarið og gefa til kynna að þú ætlir þér að vinna í þínum málum af fullri afvöru.

 

Fyrir hverja er markþjálfun?

 

Markþjálfun er fyrir alla sem langar til að vinna á heilbrigðan hátt að meiri árangri eða lífsfyllingu. Markþjálfun nýtist á ýmsum sviðum lífsins og viðfangsefnin geta verið margvísleg, t.d. persónuleg mál, starfið, heilsan, lífsstíll, andleg stefna, nám, áhugamál, forgangsröðun, samskipti, ákvarðanataka, tímastjórnun, fjármál ... í stuttu máli, hver þau svið lífsins sem þú vilt vinna í að breyta til hins betra.

 

bottom of page