Ummæli þátttakenda á fyrra námskeiði:
"Frábært námskeið sem hjálpaði mér að setja verkinn í baksætið og taka við stjórninni."
"Gott námskeið sem vekur athygli manns á því hvað maður getur gert sjálfur til að bæta líðan sína."
"Frábært námskeið sem hjálpaði mér mikið við að glíma við verki og þreytu. Æfingarnar í hugleiðslu voru mjög góðar. Dóra og Laufey faglegar, jákvæðar og gefandi."
"Námskeiðið er framúrskarandi gott, komið inn á marga þarfa punkta."
Jon Kabat-Zinn, PhD author of Full Catastrophe Living and Coming to Our Senses Professor Emeritus of the University of Massachusetts Medical School:
"The Breathworks approach to Mindfulness-Based Pain Management (MBPM) is the most comprehensive, in-depth, scientifically up-to-date and user-friendly approach to learning the how of living with chronic pain and reclaiming one’s life that I know of.....I admire Vidyamala tremendously... her approach could save your life and give it back to you."
Betri heilsa með núvitund
Átta vikna námskeið í núvitund (mindfulness) fyrir þá sem glíma við verki, veikindi, þreytu eða streitu sem hefur áhrif á heilsu og líðan.
Á námskeiðinu eru kenndar leiðir núvitundar til að bæta líðan og lífsgæði þrátt fyrir verki og erfiðleika. Þú lærir meðal annars:
-
að þjálfa vakandi athygli og efla meðvitund um hugsanir, tilfinningar og athafnir á líðandi stund og stýra þeim inn á heillavænlegar brautir
-
að staldra við og njóta augnabliksins
-
að nálgast reynslu þína og upplifun á stöðu þinni á nýjan hátt og slaka á spennu
-
að vinna með öndun og líkamsvitund
-
mildar líkamsæfingar sem þú lagar að þínum þörfum
-
að finna góðan takt í daglegu lífi og jafnvægi milli hvíldar og áreynslu
-
að rækta með þér sjálfsvinsemd og sátt
Námskeiðið samanstendur af fræðslu, umræðum, reynslunámi/æfingum og heimaiðkun.
Kennt er í húsnæði Rósarinnar, Bolholti 4 , 4. hæð t.v. (lyfta). Námskeiðið er átta skipti.
Vönduð vinnubók og hljóðskrár/geisladiskar með hugleiðslum og æfingum fylgja með.
Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á svona námskeiði.
Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum fólks sem er að takast á við langvarandi verki eða aðra viðvarandi erfiðleika. Það byggir á hinu viðurkennda námskeiði Mindfulness for Health sem þróað var af Vidyamala Burch, stofnanda hinna virtu bresku núvitundarsamtaka Breathworks. Vidyamala hefur sjálf þurft að takast á við slæma verki frá því hún lenti í alvarlegum slysum sem ung kona, en þegar hún kynntist aðferðum núvitundar fann hún leið til að draga úr áhrifum verkjanna og auka lífsgæði sín til muna. Á grundvelli þessarar reynslu sinnar þróaði hún þetta námskeið fyrir fólk með verki. Vidyamala hefur skrifað bækur um efni námskeiðsins, m.a. bókina Mindfulness for Health, sem þetta námskeið byggir á.
Námskeiðið flokkast sem MBPM (mindfulness-based pain management) námskeið, en það hvílir einnig á traustum grunni annarra viðurkenndra núvitundarnámskeiða, svo sem MBSR (mindfulness-based stress reduction) sem þróað var af bandaríska lækninum Jon Kabat-Zinn og MBCT (mindfulness-based cognitive therapy) þar sem þættir úr hugrænni atferlismeðferð eru fléttaðir inn í námskeiðið.
Þó að námskeiðið sé sérstaklega ætlað fólki með verki hentar það ekki síður þeim sem eru að glíma við annars konar veikindi, þreytu, streitu eða aðra erfiðleika. Það getur einnig nýst sem áframhaldandi stuðningur eftir heilsumeðferð. Sömuleiðis getur námskeiðið hentað þeim sem eru að búa sig undir að fara aftur á vinnumarkað eftir veikindahlé.
Við viljum benda á að einnig er hægt að taka þetta námskeið í einkatímum (eða 2-3 saman) eftir samkomulagi.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Laufey Arnardóttir og Dóra Axelsdóttir. Þær hafa báðar starfað lengi sem kennarar, eru markþjálfar og hafa lokið námið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) frá Endurmenntun HÍ í samvinnu við Oxford Cognitive Therapy Centre. Þær hafa sótt mörg námskeið í núvitund og fengið kennaraþjálfun í henni í Bretlandi, við Háskólann í Bangor og hjá Breathworks undir handleiðslu Vidyamala Burch. Laufey er einnig jógakennari.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Athugið að námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttaka næst ekki.