Við hjá Lifandi! bjóðum upp á námskeið í jóga, slökun og núvitund auk einkatíma. 

Markmið okkar er að veita leiðsögn í listinni að lifa í jafnvægi og sátt og styðja þig til jákvæðra breytinga í eigin lífi.

yoga_í_gudsgrænni.jpg
JÓGA MEÐ NÚVITUND

Jógatímar í Rósinni, Bolholti 4 Rvk. Mjúkir tímar sem henta bæði byrjendum og reyndari iðkendum.  

Næsta námskeið byrjar 29. mars 2021. 

 

hugleiðsla ró_edited.jpg
MJÚKT JÓGA OG SLÖKUN

Endurnærandi hádegistímar í slökunarjóga. Mjúkar jógaæfingar, góð slökun (yoga nidra) og næring fyrir andann.  Næstu námskeið:

15. mars -28. apríl kl. 12-13 (mánu- og miðvikudaga). Fullbókað

15. mars -28. apríl kl. 10-11 (mánu- og miðvikudaga)

Skráning stendur yfir.

6. apríl - 20. maí (þriðju- og fimmtudaga kl. 12-13).

Skráning stendur yfir.

yoga_nidra_swy_edited.jpg
JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN

Sex vikna námskeið í jóga nidra djúpslökun (iRest yoga nidra). 

Jóga nidra er einföld og áhrifarík djúpslökun sem hentar öllum. Fræðsla, öndun, hugleiðsla, mjúkar teygjur, djúpslökun.

Næsta námskeið hefst 5. mars 2021.

orkedea.jpg
EINKALEIÐSÖGN Í NÚVITUND

Viltu læra núvitund á eigin forsendum? 

 

Við bjóðum upp á einkatíma í núvitund fyrir einstaklinga og litla hópa (2-5 manns) þar sem farið er yfir lykilatriði í iðkun núvitundar.

Hægt er að taka heil námskeið með þessu móti. Gæti hentað vel fyrir pör og vinahópa.

hope.jpg
STREITA OG SLÖKUN

Einkatímar í jóga nidra djúpslökun og streitustjórnun. 

Endurnærandi jóga nidra djúpslökun ásamt fræðslu og ráðgjöf um leiðir til að draga úr streitu.