GLEÐILEGT SUMAR!

Nú er sumarið komið og við hjá Lifandi! að mestu komnar í sumarfrí.  Hægt verður þó að fá einkatíma eftir samkomulagi í sumar.  Starfsemin hefst svo aftur af fullum krafti í haust. 

 

Markmið okkar er að veita leiðsögn í listinni að lifa í jafnvægi og sátt og styðja þig til jákvæðra breytinga í eigin lífi.

 

Eigið yndislegt sumar!

Sex vikna námskeið í jóga nidra djúpslökun (iRest yoga nidra). Næsta 6 vikna námskeið verður haustið 2020. 

Jóga nidra er einföld og áhrifarík djúpslökun sem hentar öllum. Fræðsla, öndun, hugleiðsla, mjúkar teygjur, djúpslökun.

Sjá nánar hér:

Grunnnámskeið í núvitund/mindfulness. Næsta námskeið er fyrirhugað í haust.

Sjá nánar hér:

MJÚKT JÓGA OG SLÖKUN

Endurnærandi hádegistímar í slökunarjóga á mánudögum og miðvikudögum. Mjúkar jógaæfingar, góð slökun (yoga nidra) og næring fyrir andann.

Næsta 6 vikna námskeið verður haldið í haust. Áhugasamir geta skráð sig á lista.

Jógatímar í Rósinni, Bolholti 4 Rvk og í Krikaskóla í Mosfellsbæ. Mjúkir tímar sem henta bæði byrjendum og reyndari iðkendum. 

Sjá nánar hér:

Jóga og núvitund á Ítalíu

Með fyrirvara um að ástand mála vegna Covid-19 leyfi, verðum við Dóra og Laufey leiðbeinendur í ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Island Tours á Ítalíu 12. - 19. september. Ferðinni er heitið til Toscana á Ítalíu þar sem við stundum jóga og núvitund um leið og við njótum þess að slaka á í dásamlegu umhverfi, umvafin ítalskri menningu og náttúrufegurð. 

Við gistum á töfrandi búgarði í hjarta Toscana. Þar er margt við að vera, hægt að fara í göngu- eða hjólaferðir, skoðunarferðir, slaka á við sundlaugina og margt fleira. 

Sjá  nánar hér:

Einkatímar í streitustjórnun og djúpslökun (jóga nidra). 

Fræðsla og ráðgjöf um streitu og leiðir til að draga úr henni ásamt endurnærandi jóga nidra djúpslökun. 

Sjá nánar hér:

Viltu læra núvitund á eigin forsendum? 

 

Við bjóðum upp á einkatíma í núvitund fyrir einstaklinga og litla hópa (2-5 manns) þar sem farið er yfir lykilatriði í iðkun núvitundar.

Hægt er að taka heil námskeið með þessu móti. Gæti hentað vel fyrir pör og vinahópa. Sjá nánar hér:

Stendurðu á tímamótum? Viltu breyta um áherslur í lífi eða starfi? Langar þig að skoða hvað skiptir þig raunverulega máli og hvert þú vilt stefna?  Viltu styrkja þig og láta drauma þína rætast? Þá gæti markþjálfun verið fyrir þig. 

 

 Sjá nánar hér:

Mindfulness for Health, Breathworks námskeið

Átta vikna námskeið þar sem kenndar eru aðferðir núvitundar til að bæta líðan og lífsgæði þrátt fyrir verki og aðra erfiðleika.   

Námskeiðið verður ekki kennt haustið 2019 en hægt er að taka námskeiðið í einkatímum.

Sjá nánar hér:

Please reload

HAFÐU SAMBAND

Við tökum vel á móti þér!

lifandi@hugun.is

laufey@hugun.is

doraaxel@gmail.com

Lifandi!

Bolholti 4, Reykjavík

4. hæð t.v. (lyfta)

864 4014

  • b-facebook