top of page
Einkaleiðsögn í núvitund
Viltu læra núvitund á eigin forsendum? Sumum hentar vel að fá einkaleiðsögn til að tileinka sér núvitund eða dýpka skilning sinn og iðkun.
Við bjóðum upp á þjálfun í núvitund fyrir einstaklinga og litla hópa (2-5 manns). Tímarnir eru þá miðaðir við þarfir einstaklingsins eða hópsins, en að öllu jöfnu er farið yfir lykilatriði í iðkun núvitundar.
Hægt er að taka heilt grunnnámskeið á þennan hátt en einnig styttri námskeið eftir þörfum. Einkatímar geta líka hentað þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði í núvitund og vilja stuðning við áframhaldandi iðkun og persónulega leiðsögn um það hvernig nýta megi aðferðir núvitundar sem best í eigin lífi.
Upplýsingar og skráning:
laufey@hugun.is (s. 864 4014)
bottom of page