top of page
hugleiðsla ró_edited.jpg

Mjúkt jóga og slökun (yoga nidra)

Hádegistímar, næstu námskeið hefjast 28. ágúst og
3. október 
2023

Mjúkt jóga og slökun í hádeginu

 

Næstu sex vikna námskeið: 

28. ág. - 11. okt. kl. 12-13 (mán og mið)

3. okt. - 14. nóv. kl. 12-13 (þri og fim)

Staður: Bolholt 4, 105 Reykjavík, 4. h.t.v. (lyfta í húsinu)

Verð: 24.500 kr. 

Leiðbeinandi: Laufey Arnardóttir 

Skráning og upplýsingar á laufey@hugun.is og í síma 8644014

Sex vikna námskeið í jóga með áherslu á slökun og andlega uppbyggingu. 

Tilvalið fyrir alla þá sem elska rólegt jóga, góða slökun og næringu fyrir andann.

 

Námskeiðið er fyrir byrjendur jafnt sem reyndari jógaiðkendur.

Hentar vel þeim sem eru að glíma við þreytu, streitu og álag og vilja endurheimta orku sína og læra aðferðir til slökunar.

Tímarnir geta einnig nýst þeim sem þurfa að fara varlega, eru e.t.v. að ná sér eftir veikindi og eiga erfitt með hefðbundna jógatíma. 

Námskeiðið felur í sér:

  • Mildar æfingar sem miðast að því að losa spennu úr líkamanum, draga úr streitu og efla orku.

  • Öndunaræfingar sem róa hugann og styrkja taugakerfið.

  • Einfaldar hugleiðsluæfingar.

  • Jóga nidra djúpslökun (20 - 30 mín.).

  • Fræðslu um streitu og leiðir til að ná jafnvægi og lifa heilbrigðu lífi. 

  • Fræðslu um jóga lífsspeki sem nýtist vel í dagsins önn.

Athugið að námskeiðið verður einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.

 

 

bottom of page