
-
Kennt einu sinni í viku í átta vikur, tvær klukkustundir í senn.
-
Að auki er heill iðkunardagur um helgi 9:30-15:00.
-
Vinnubækur og 10 hljóðskrár með hugleiðslum og jóga innifalið í verði.
-
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
-
Staðsetning, Rósin, Bolholti 4, 4. hæð (lyfta)
Umsagnir þátttakenda:
Þetta námskeið kenndi mér að staldra við. Ég er ákveðin í að sækja aftur námskeið hjá Laufeyju og Dóru þær eru öflugir leiðbeinendur sem hafa mikið að gefa. Einstaklega vandað námskeið.
Elín Sigrún Jónsdóttir
lögfræðingur
Þetta er frábært námskeið, bæði innihald og umgjörð öll. Kennsla og leiðsögn var til fyrirmyndar og áberandi hve mikla alúð kennarar lögðu í vinnu sína, utanumhald námskeiðsins og viðmót við þátttakendur. Greinilega reyndir kennarar á ferð.
Snæfriður Þóra Egilson
prófessor við HÍ
Námskeiðið í mindfulness hefur verið í alla staði frábært. Ég hef öðlast þekkingu og tól til að ná
meiri ró og tökum á erfiðum aðstæðum. Ég mun klárlega nýta mér þetta áfram. Það hefur verið
virkilega notalegt að koma í tíma til Dóru og Laufeyjar, þær eru svo yndislegar og mæli ég svo
sannarlega með námskeiði hjá þeim. Takk fyrir mig.
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Lífið er núna!
Næsta námskeið hefst 17. janúar 2018
Átta vikna grunnnámskeið í núvitund (MBSR).
Námskeiðið er byggt á grunni MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction), námskeiði sem þróað var fyrir rúmlega 30 árum af Dr. Jon Kabat-Zinn við Háskólann í Massachusetts. Á námskeiðinu fléttast saman vestræn sálfræði og forn austræn viska og hugleiðslutækni. Niðurstöður rannsókna hafa ítrekað sýnt fram á gildi þess að iðka núvitund og er aðferðin nú samþykkt af vestrænum vísindum.
Núvitund (mindfulness) er öflug leið til að minnka streitu og auka vellíðan og meðvitund í daglegu lífi. Núvitund er einfaldlega það að láta athyglina hvíla á líðandi stund á hverju andartaki, án þess að taka afstöðu eða fella dóma. Hún snýst um það að lifa í augnablikinu, að taka eftir hvað er að gerast á meðan það er að gerast og velja meðvitað hvernig við bregðumst við reynslu okkar í stað þess að láta stjórnast af vanahegðun.
Núvitund miðar að því að skoða leiðir hugans og efla sjálfsvitund og sjálfsvinsemd.
Núvitund er fyrir alla þar sem hún eykur hæfni til að hlúa að sjálfum sér og lifa í sátt. Núvitund hefur reynst fólki vel við að draga úr streitu, kvíða, þunglyndi, svefnerfiðleikum, einbeitingarskorti og viðvarandi verkjum.
Námskeiðið samanstendur af fræðslu, verklegum æfingum og heimaiðkun.
Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum í 8 skipti kl. 18:10 - 20:10. Auk þess einn laugardag kl. 9:30 - 15:00.
Verð: 48.000 kr.
Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Dóra Axelsdóttir og Laufey Arnardóttir.